Snemma í vor!

Sælt veri fókið.  Væri ekki ráð að fara skrifa eitthvað á þessa síðu sem ég stofnaði snemma í vor?  Síðan þessi síða var stofnuð hefur ýmislegt gerst í mínu lífi. 

  1. Ég hef gegnigð í gegnum brjálæðið sem fylgir því að taka háskólapróf.  Það er langur vegur frá því að það sé fjölskylduvænt.
  2. Ég er komin í sumarfrí Svalur.  Það er ekki slæmt.
  3. Það er búið að taka baðherbergið hjá mér í gegn.  Það var tekið í nefið í orðsins fyllstu Hlæjandi og ekki vanþörf á.  Ég gerði frekar lítið nema þá helst að vera sérlegur ráðgjafi.  Maðurinn sem ég sef hjá sá um þetta allt saman.  Það var heppilegt að maður valdi sér fjölhæfan mann á seinni hluta síðustu aldar!
  4. Ég er byrjuð að sauma mér bútasaumsrúmföt.  Já ég veit að þetta er bilun en þetta er skemmtileg bilun.  Ég tek það fram að ég er ekki sú eina sem er svona biluð vinkona mín hún Lilja Guðjóns. tekur þátt í þessu með mér.  Við erum svo samtakaí biluninni enda erum við báðar ljónUllandi.
  5. Það fjölgaði í fjölskyldunni!  Nei, nei ég var ekki ólétt.  Við ættleiddum hund, ársgamlan labrador.  Hann er skilnaðarbarn.  Þetta er heljarinnar vinna að vera með gripinn en líka gaman.  Ég held að hann sé sáttur við að vera hjá okkur.  Þessa stundina liggur hann við fæturnar á mér og hrýtur.  Ég vona að hann sé ekki í yfirliði vegna táfýlu Skömmustulegur

Ég læt þetta duga í bilí í jónfrúarfærsu minni.

Kveðja, ástarhnúturinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband