8.5.2007 | 09:44
Taka tvö
Jæja þá ætla ég að reyna aftur. Það sem ég vildi sagt hafa í gær var að ég er búin í prófum. Og ég ætla aldrei aftur í próf. Nú ætla ég að flatmaga fyrir framan sjónvarpið með góðri samvisku.
Nú sé ég fram á að eiga mér eðlilegt líf eins og flest annað fólk.
Ég var að fletta Fréttablaðinu síðan um helgina og sá að það var megrunarlaus dagur á sunnudaginn s.l. Ég tók þátt í þeim degi þrátt fyrir próflestur. Reyndar eru flestir dagar megrunarlausir hjá mér, nema kanski á mánudögum, fram að hádegi
Jæja ég læt þetta duga í bili.
kveðja, ástarhnútur.
Athugasemdir
Jamms megrunarlausirdagar???hvað er eiginlega að ske sko?????Mínir megrunardagar duga yfirleitt framundir hádegi
En til hamingju með að vera búin að endurheimta líf þitt.
Lengi lifi Gudda...CAAAAALLLLLLLLSBERGGG
sé þig sæta og kíktu núna í póstinn
Solla Guðjóns, 8.5.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.