Færsluflokkur: Dægurmál
4.11.2007 | 14:06
Athugun
Mér hálf leiðist og var að vafra á veraldarvefnum þegar ég mundi eftir því að ég hafði stofnað bloggsíðu í einhverju bríaríi. Ég ákvað að athuga hvort hún virkaði enn. Eins og glöggir lesendur sjá ( ef þeir eru einhverjir) þá virkar hún. Ein spurning, getur maður ekki breytt lykilorðinu í eitthvað skaplegra? Það er ekki fræðilegur möguleikiað ég geti munað þetta lykilorð. Það var bara fyrir tilviljun að það var hér á blaði við maskínuna.
Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið mjög virk við skriftir hér á þessum vettvangi og ég ætla ekki að lofa neinu um breytingar í þeim efnum, en hver veit.
Ég er farin að athuga hvernig manninum sem ég sef hjá gengur með tiltektina í skúrnum.
Kveðja , ástarhnútur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 20:38
Bloggvinur
Ollasak.
Þú færð þann heiður að vera bloggvinur minn nr. 1 Lánið leikur við þig.
Þetta er nú meira lúxuslífð hjá mér núna. Ég þar ekki að lesa frekar en mig langi til þess, og þá bara það sem mig langar að lesa. Þið munið skólinn er búinn Í dag gat ég bara dinglað mér og heimsótt gamlan vinnustað, farið í sund og nú bíð ég eftir að hjásvæfan komi heim af sjónum. Mér heyrist hann reyndar vera að renna í hlað. Best að fara og tala við gripinn
Kveðja, ástarhnúturinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2007 | 09:44
Taka tvö
Jæja þá ætla ég að reyna aftur. Það sem ég vildi sagt hafa í gær var að ég er búin í prófum. Og ég ætla aldrei aftur í próf. Nú ætla ég að flatmaga fyrir framan sjónvarpið með góðri samvisku.
Nú sé ég fram á að eiga mér eðlilegt líf eins og flest annað fólk.
Ég var að fletta Fréttablaðinu síðan um helgina og sá að það var megrunarlaus dagur á sunnudaginn s.l. Ég tók þátt í þeim degi þrátt fyrir próflestur. Reyndar eru flestir dagar megrunarlausir hjá mér, nema kanski á mánudögum, fram að hádegi
Jæja ég læt þetta duga í bili.
kveðja, ástarhnútur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 21:07
Gleði og ekki gleði
Ég var búin að blogga voða fína færslu að mínu mati en hún hvarf þegar ég þáði boð púka um villuleit.
Læt þessa færslu duga í bili. Kemur meira næst, kanski úrdráttur úr því sem ég skrfaði áðan.
Kveðja ástarhnútur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 11:03
Útburður
Ég fékk póst frá mbl. um daginn. Í honum stóð að mér yrði hent út ef ég færi ekki að skrifa eitthvað hér inn. Vonandi dugar þetta í bili.
Kveðja, ástarhnúturinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2006 | 15:05
Fyrsta bloggfærsla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)